Tjaldstæðið í Úthlíð er á holtinu fyrir neðan Réttina. Á veturna er svæðið í kringum Réttina nýtt fyrir Campera og þá er salernisaðstaðan í sundlauginn nýtt.  Úthlíð er frábær staður til að njóta íslenskrar náttúru, hitta heimamenn og horfa til norðurljósa. 

Lykilatriði

Tjaldsvæðið er opið allan ársins hring.

Verðið er 2000 kr. á manninn 

Verð fyrir rafmagn 1000 kr. á sólarhring

  • Inni í verðinu er aðgangur að sturtu og heitum pottum ásamt þægilegri aðstöðu til að borða inni og vaska upp. Á staðnum er þvottavél og þurrkari sem hægt er að kaupa aðgang að og veitingastaðurinn Réttin þar sem er opið WiFi.
  • Gestir af tjaldstæði eru velkomnir í Réttina til að kaupa sér veitingar og fara á netið.  Einnig eru leikir og aðrir spennandi sjónvarpsviðburðir sýndir á skjánum. 
  • Hópar eru velkomnir en þurfa að panta fyrirfram svo ekki sé yfirbókað á svæðinu.

Til að bóka svæði:

Sími: 6995500

Verð

  • Fullorðnir 2000,-
  • Börn 7-16 ára 1000,
  • Börn 0-7 ára 0

AÐSTAÐA

  • Vatnssalerni: Já
  • Sturtur: Já
  • Aðstaða til að elda: Já útiaðstaða
  • Vaskar með heitu vatni já, í sundlaugarhúsi
  • Seyrulosun fyrir húsbíla: já
  • Neysluvatnsslanga já

Umgengnisreglur:

Glaðværir og skemmtilegir gestir eru velkomnir til að gera sér glaðan dag. Ekki er vel séð að gestir taki með sér hljómtæki og er reiknað með að það sé komin kyrrð á svæðið kl. 23.00