Friðsæl og falleg tjaldstæði undir brekkunni fyrir neðan Réttina. Salernisaðstaða á svæðinu, en sturtur, vaskar, þvottavél og þurrkari ásamt annarri þjónustu í sundlauginni.
Tjaldstæðið í Úthlíð er á holtinu fyrir neðan Réttina. Á veturna er svæðið í kringum Réttina nýtt fyrir Campera og þá er salernisaðstaðan í sundlauginn nýtt. Úthlíð er frábær staður til að njóta íslenskrar náttúru, hitta heimamenn og horfa til norðurljósa.
Tjaldsvæðið er opið allan ársins hring.
Verðið er 1500 kr. á manninn
Verð fyrir rafmagn 1000 kr. á sólarhring
Vegna Covid 19 verðum við að takmarka fjöldann á svæðinu, en fjölskyldur sem ferðast saman eða eru að halda ættarmót mega tjalda saman.
Sími: 6995500
Glaðværir og skemmtilegir gestir eru velkomnir til að gera sér glaðan dag. Ekki er vel séð að gestir taki með sér hljómtæki og er reiknað með að það sé komin kyrrð á svæðið kl. 23.00