Réttin - áfangastaður fyrir litla hópa í hádeginu

10 Jan 2024

Úthlíð

Úthlíð

Helstu fréttir af golf mótum og viðburðum af vellinum

Réttin er tilvalinn áningarstaður fyrir litla hópa sem eru á ferðinni á Gullna hringnum.

Veitingastaðurinn Réttin er opin fyrir gesti og gangandi alla virka daga kl. 16.00 - 20.00, en ef gestir vilja koma í hádegismat, þarf að panta með sólarhrings fyrirvara. Staðurinn er tilvalinn fyrir hádegisstopp.

Í Réttinni er frábær aðstaða til að slaka á, hægt að vera með tónlist, kynningarmyndbönd á skjá, eða bara hægt að fara út á stóran pall og njóta þess frábæra útsýnis sem við höfum fyrir augum okkar alla daga. 

Búið er að koma upp hraðhleðslustöð fyrir rafbíla við veitingastaðinn og því tilvalið að hlaða bílinn á meðan verið að næra ferðamennina. 

Matseðill fyrir hádegishópa er ljúffengur:

Forréttur:
Blómkálssúpa með snittubrauði

Aðalréttur:
Lambsanja með káli og hvítlauksbrauði

Efrirréttur:
Súkkulaðiterta með rjóma

Verð fyrir 3 rétti: 3.900 isk
Verð fyrir 2 rétti: 3.500 isk

Ps. við getum orðið við flestum óskum viðskiptavina okkar - ef það er óskað eftir grænmetisréttum, lambi eða fiski, er að sjálfsögðu ekkert mál að verða við þeirri beiðni - bara hringja í 6995500 eða senda tölvupóst á uthlid@uthlid.is með fyrirvara.


Við mælum með