Tilboð í gistingu og golf fyrir 8 - 16 manna hópa

28 Aug 2020

Golf fréttir

Golf fréttir

Tilboð í gistingu og golf fyrir 8 - 16 manna hópa

Við bjóðum kylfinga velkomna í golfferð í Úthlíð núna í haust.

Gleði- og Glæsibungur eru gullfalleg fjögurra herbergja hús með öllu sem góður sumarbústaður þarf að hafa. Heitur pottur, grill á palli, vel búið eldhús, rúmgott svæði til að matast og slaka á fyrir og eftir golf. Herbergin eru hjónaherbergi, en geta einnig verið tveggja manna og í hverju herbergi er sér baðherbergi. 

Gisting fyrir 8 gesti í 2 nætur - golftilboð á manninn 12.000 = 24.000 kr. á hjón - m.v. 2 gesti í herbergi.

Gisting í vel búnu herbergi með sér baði og uppábúnum rúmum, ótakmarkað golf í 3 daga.

Hægt að bæta við fæði.

  • Morgunverður 1900 kr. á manninn - egg, bacon, lummur, brauð, fjölbreytt álegg, morgunkorn og fleira sem er til í sveitinni. Bjóðum einnig morgunverðarkörfu sem er þá sett í húsið á 1500 kr. á manninn.
  • Hádegisverður 1900 kr. á manninn - súpa, salat og léttur réttur 
  • Kvöldverður 5000 kr. á manninn - Þriggja rétta kvöldverður með súpu, ljúffengu Úthlíðarlambi og góðum eftirrétti.

Vinsamlega sendið tölvupóst á uthlid@uthlid.is til að bóka og fyrir nánari upplýsingar.

Sjá bústaði


Við mælum með